Selkórinn

Selkórinn var stofnaður árið 1968 og var upphaflega kvennakór, en hefur starfað óslitið sem blandaður kór eftir að karlar gengu til liðs við hann árið 1976. Selkórinn hefur á ferli sínum sungið víða erlendis sem hérlendis þó Seltjarnarneskirkja sé ávallt helsta tónleikahúsið.

Sigrún Þorgeirsdóttir tók við tónsprotanum haustið 2023. Sigrún er með MM próf í Vocal Performance Boston University og viðbótarnám í kórstjórn frá Florida State University. Að auki lauk hún BSc í efnafræði frá Háskóli Íslands.  Sigrún hefur áður stjórnað Kvennakór Reykjavíkur, Senjorítunum, Kór Menntaskólans í Kópavogi og núna síðast Karlakórnum Stefni.

Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við kórinn þá vinsamlegast hafðu samband í gegnum eitthvert af neðangreindum netföngum:

  • Formaður: Anna Guðrún Björnsdóttir – anna.gudrun.bjornsdottir@samband.is
  • Gjaldkeri: Kristinn Ingason – kristinn@mannvit.is
  • Ritari: Anna Dagný Halldórsdóttir – annadagny59@gmail.com
  • Meðstjórnandi: Héðinn Valdimarsson – hedinnv@gmail.com
  • Meðstjórnandi: Laufey Tryggvadóttir – laufeyt@krabb.is

…við getum sungið, við getum sungið… öll í kór