Selkórinn

Selkórinn var stofnaður árið 1968 og var upphaflega kvennakór, en hefur starfað óslitið sem blandaður kór eftir að karlar gengu til liðs við hann árið 1976. Selkórinn hefur á ferli sínum sungið víða erlendis sem hérlendis þó Seltjarnarneskirkja sé ávallt helsta tónleikahúsið.

Fjóla Kristín Nikulásdóttir tók við tónsprotanum haustið 2020. Fjóla er með masterspróf í óperusöng frá Konservatorium Wien í Vínarborg. Hún hefur getið sér gott orð í kórastarfi með kammerkórnum Schola cantorum, Kór Íslensku óperunnar og kammerkórnum Melódíu auk þess sem hún er stofnandi og stjórnandi kórsins Hljómfélagið.

Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við kórinn þá vinsamlegast hafðu samband í gegnum eitthvert af neðangreindum netföngum:

  • Formaður: Arndís Sverrisdóttir – arndis.inga@gmail.com
  • Gjaldkeri: Kristinn Ingason – kristinn@mannvit.is
  • Ritari: Anna Dagný Halldórsdóttir – annadagny59@gmail.com
  • Meðstjórnandi: Haraldur Þráinsson – hthgg@hive.is
  • Meðstjórnandi: Þórunn Ólafsdóttir – tota.olafs@gmail.com

…við getum sungið, við getum sungið… öll í kór