All posts by Guðrún E.Gunnarsdóttir

Kórföt – nótur – Kirsuberjatréð

Kórklæðnaður og nótur
Nú fer að styttast í tónleika og kominn tími til að dusta af kórfötunum.  Það var ákveðið að kórarnir héldu hvor fyrir sig sínum kórfötum. sem vill nú reyndar svo heppilega til að eru frekar áþekkir – svartir búningar í báðum kórum.

Konur í svörtum ökklasíðum pilsum/kjólum og blússum, jökkum eða kjólum með síðum ermum

Selkórskarlar í svörtum smoking en Vox academica karlar í svörtum eða mjög dökkum jakkafötum
Nótur þurfa auðvitað líka að vera svartar – þessa fallegu skær appelsínugulu kápu þarf því einhvern veginn að hylja.

Við ætlum ykkur að finna þá lausn sem ykkur hentar – Einhverjir vilja kannski prenta út kórkaflana af heimasíðunni, aðrir setja svart utan um bókina eða jafnvel láta binda hana inn. A.m.k. svört verður hún að vera.
Söngur í Kirsuberjatrénu
Síðan minni ég á að þeir Selkórsfélagar sem geta ætla að syngja nokkur jólalög í Kirsuberjatrénu nk. föstudag kl. 18:00. Við myndum stefna á að hittast í Tónlistarskólanum 17:15 og renna yfir lögin áður.

Nýr vefur Selkórsins

Á aðalfundi fyrir einu og hálfu ári síðan lofaði stjórn kórsins að koma upp heimasíðu fyrir kórinn. Svo leið tíminn – allir önnum kafnir í sínu. Á því starfsár fór stjórnin þó í smá hugarflug með Elísabetu Dólindu og til varð rammi af síðu sem síðan var bara settur ofan í skúffu. Síðast liðið vor var svo aftur farið af stað, formaður kórsins blikkaði sinn ektamaka og hann fór að grúska og setti rammann góða upp í Word Press. Aftur var skúffunni lokað þangað til á aðalfundi að Jóna Borg var fengin til liðs við stjórnina með það verkefni að koma heimasíðunni á koppinn. Nú erum við sem sagt komin í gírinn og búinn að setja eitthvað inn á vefinn og ætlum að halda ótrauð áfram. Eins og þið sjáið er þetta bloggsíða þar sem aðeins útvaldir geta geta bætt við síðum og fréttum en allir kórfélagar geta gert athugasemdir. Síðan er lokuð öllum nema forsíðan sem birtist öllum og er ætluð sem auglýsingasíða t.d. fyrir tónleika. Til hamingju Selkórsfélagar með nýjan vef. Athugasemdir eru vel þegnar a.m.k. ef þær eru ekki allt of róttækar.