Kórföt – nótur – Kirsuberjatréð

Kórklæðnaður og nótur
Nú fer að styttast í tónleika og kominn tími til að dusta af kórfötunum.  Það var ákveðið að kórarnir héldu hvor fyrir sig sínum kórfötum. sem vill nú reyndar svo heppilega til að eru frekar áþekkir – svartir búningar í báðum kórum.

Konur í svörtum ökklasíðum pilsum/kjólum og blússum, jökkum eða kjólum með síðum ermum

Selkórskarlar í svörtum smoking en Vox academica karlar í svörtum eða mjög dökkum jakkafötum
Nótur þurfa auðvitað líka að vera svartar – þessa fallegu skær appelsínugulu kápu þarf því einhvern veginn að hylja.

Við ætlum ykkur að finna þá lausn sem ykkur hentar – Einhverjir vilja kannski prenta út kórkaflana af heimasíðunni, aðrir setja svart utan um bókina eða jafnvel láta binda hana inn. A.m.k. svört verður hún að vera.
Söngur í Kirsuberjatrénu
Síðan minni ég á að þeir Selkórsfélagar sem geta ætla að syngja nokkur jólalög í Kirsuberjatrénu nk. föstudag kl. 18:00. Við myndum stefna á að hittast í Tónlistarskólanum 17:15 og renna yfir lögin áður.

Leave a Reply