All posts by Gunnlaugur Ragnarsson

Vortónleikar Selkórsins 2019

Selkor-1350x550px-OK

Selkórinn var stofnaður á Seltjarnarnesi 1968 og hefur á ferli sínum sungið víða erlendis sem hérlendis. Viðfangsefni kórsins hafa verið fjölbreytt og af ýmsum toga bæði veraldleg og kirkjuleg. Fyrir tónleikana nú í Hörpu hefur Þórir Baldursson útsett fyrir Selkórinn lögin Þitt fyrsta bros og Vetrarsól. Einnig hefur Daníel Þorsteinsson tileinkað Selkórnum útsetningar sínar af lögunum Gamli bærinn minn og Við Reykjavíkurtjörn.

Oliver Kentish er stjórnandi Selkórsins.

Jólahugleiðing

8. desember 2012 kl. 17:00

Aðra helgi í aðventu ætlar Selkórinn að syngja inn jólin með enskum og íslenskum jólalögum.

Þar verða bæði lög sem allir kunna eins og Englakór frá himnahöll og Hátíð ber að höndum ein og lög sem sjaldnar eru flutt á Íslandi eins og From Virgin´s Womb og Christmas Lullaby

Meðleikari: Dagný Björgvinsdóttir

Stjórnandi: Oliver Kentish

jolatonleikar-3013

HAFLIÐI, BRAHMS OG NORÐURLJÓSA-TANGÓ

12. maí kl. 17:00

Verða tónleikar Selkórsins í Norðurljósasal Hörpu. Þar syngur kórinn verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Brahms í bland við átríðufull tangóverk, sérstaklega útsett fyrir kórinn. Þetta eru kveðjutónleikar Jóns Karls sem hefur nú stjórnað kórnum í 20 ár.

Flytjendur ásamst Selkórnum

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

Dagný Björgvinsdóttir

Fimm í tangó.

Dansararnir Hany og Bryndís.

Frábær skemmtun sem enginn má missa af.

Miðaverð  3.000,- hjá kórfélögum eða á miði.is